Grænir skátar eru með 140 söfnunargáma á fjölmörgum grendarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, í Reykjanesbæ, á Selfossi og í orlofsbyggðum fyrir austan fjall.
FLÖSKUMÓTTAKA
Grænir skátar og Endurvinnslan reka tæknivædda móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.
Skilagjald er 20 kr. fyrir hverja einingu.
Við tökum að okkur að útvega fyrirtækjum söfnunarílátum fyrir flöskur og dósir sem við sjáum síðan um að sækja og telja gegn hluta skilagjaldsins en restin er greidd til fyrirtækisins eða starfsmannafélags.
Við getum heimsótt fyrirtæki eftir þörfum til að skipuleggja þjónustuna og erum með söfnunarílát í allskonar stærðum.
Við tökum að okkur að sækja flöskur og dósir til húsfélaga og telja þær gegn hluta skilagjaldsins en restin er greidd til húsfélagsins.
Við komum með viðeigandi söfnunarílát í sorpgeymslu húsfélagsins og tæmum það eftir þörfum. Með þessu gefst íbúum tækifæri til þess að losna við flöskur og dósir um leið og þeir losa sig við aðra flokka sem fara í sorpgeymsluna.
Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu þar sem við sækjum dósirnar á söfnunarstað og sjáum um flokkun og talningu gegn þóknun.
Með þessu sparast mikill tími og óþrifnaður og félög og hópar geta einbeitt sér að söfnuninni sjálfri. Grænir skátar bjóða upp á aðstoða við undirbúning og skipulag söfnunar.
Við bjóðum atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfsgetu
Grænir skátar eru sérfræðingar í söfnun á skilagjaldskyldum umbúðum. Félagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989.
Allur ágóði af starfsemi Grænna skáta rennur óskertur í heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks á vegum íslenskra skáta um allt land.
Í dag eru Grænir skátar stærsti einstaki vinnustaður í Reykjavík fyrir fólk með skerta starfsgetu og er það verkefni unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun.